DANSHÖLLIN

Hjá Komið og dansið er í boði dansnámskeið, danskvöld, ferðalög og margt fleira

Á DÖFINNI

"Lærðu létta sveiflu á tveim dögum"

Komið og dansið


Samtök áhugafólks um almenna dansþátttöku á Íslandi, voru stofnuð haustið 1991. Samtökin hafa undanfarna vetur staðið fyrir auðveldum dansnámskeiðum fyrir bæði börn og fullorðna. "Lærðu létta sveiflu á tveim dögum" er yfirskrift dansnámskeiða á vegum samtakanna Komið og dansið. Aðalmarkmið námskeiðanna er að kynna auðlærða dansa sem höfða til allra aldurshópa og að námskeiðin væru svo stutt að allir teldu sig geta fórnað þeim tíma til að kynnast dansi og dansgólfi. Námskeiðin eru ýmist Tveggja daga námskeið 2 tímar í senn eða 3-4ja kvölda námskeið einu sinni í viku. Námskeiðin hjá KOMIÐ OG DANSIÐ miðast fyrst og fremst við að fá fólk til að þora að dansa, og henta því vel þeim sem lítið eða ekkert hafa gert í dansmálum.

Lesa meira

DANSBANDSVECKAN

MALUNG 14-20 JÚLÍ 2024


100.000 gestir, 82 danshljomsveitir, 7 danskvöld, 6 dansgólf undir einu þaki

Lesa meira

Fréttir og pistlar

14 Mar, 2024
Nýlega hefur Komið og dansið hefur verið með dansdaga þar sem boðið hefur verið upp á örnámskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Dansdagarnir enda svo með dansleik um kvöldið þar sem boðið er upp á blandaða tónlist og hægt verður að rifja upp námskeið dagsins. Námskeiðin eru kennd af lærðum leiðbeinendum Komið og dansið. Dansdagurinn 23. mars býður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem hægt verður að velja úr einu eða fleirum námskeiðum, m.a. swing fyrir byrjendur, línudans og fleira. Dagskrá: 11:00 - 12:00 Fasting swing (byrjendur) 12:15 - 13:15 2 step 13:30 - 14:30 Bugg byrjendur 14:45 - 15:45 Bugg framhald 16:00 - 17:00 Línudans 20:00 - 22:30 Dansleikur Verðskrá: Stakt námskeið: 1000,- Dansleikur: 2.000,- Öll námskeið + dansleikur: 4.000 ,- Skráningar er ekki krafist en hægt er að tryggja sér pláss hér að neðan.
Share by: